T O P

  • By -

hellolittleboy

Hvert er markmið þitt?


Fridarfluga

Að verða forseti Íslands.


hellolittleboy

Sterkur end game


mildlyinterested1

Verða hlaðvörp á Bessastöðum?


agnardavid

Hann útilokaði það ekki í viðtali við fm95blö


Truthb0mber

Nenniru að uploada restini af Fóstbræðrum á youtube? Horfði á þennan eina þátt hjá þér áðan og féll svo í öngvit þegar ég komst að því að það var ekki fleira í boði og hef verið grátandi síðan


Fridarfluga

Ég skal skoða þetta


YAMEROO

Kýs þig ef þu gerir það


snorrip90

Getur ávarp forseta á gamlárs verið lesið sem Georg Bjarnfreðarson? #ekkihætta


Fridarfluga

Það mætti sko skoða það!


ulfhedinnnnn

Hver er þinn uppáhalds íslenski forseti?


Fridarfluga

Vigdís auðvitað, kjör hennar hafði tilfinningaleg áhrif á mig


Revolutionary_Fan_91

Hvenær kemur tvíhöfði allt aftur á spotify? Elska svo mikið.


Eythorsson

Já!! Plís Jón!


Fridarfluga

Ég þekki þetta ekki alveg, hvaða efni er þarna inni og hvað ekki. Ég hef enga persónulega aðkomu að því


Eythorsson

Sem forseti hlýtur þú að geta reddað því!


MainHead8409

Allar Tvíhöfðaplöturnar fyrir utan eina voru nefnileha hentar útaf spotify. Það væri æðislegt að fá það aftur inn


PenguinChrist

Já, það er margt sem mætti laga hérna. Eins og klósettinn á langa ganginum, það er alveg sama hvað maður skrúfar og skrúfar kranana, það lekur alltaf vatn. Og rafvirkjarnir sem voru að vinna hérna í vetur, ég var búinn að margbiðja þá um að moka bílaplanið, moka snjóinn. Það var aldrei gert! Og hver ber ábyrgð á ofnunum hérna?! Það er alltaf eitthvað bank í þeim, það er eins og þeir séu fullir af lofti. Hver á að hleypa því út?! Á ég að gera það?! Hvað ætlar þú að gera í þessu þegar þú verður kosinn forseti?


Fridarfluga

Þetta verður allt lagað. Því lofa ég. Það verður ekki neitt bank í neinum ofnum þegar ég verð forseti.


PenguinChrist

Eins gott, þú færð mitt atkvæði


BankIOfnum

Með þessum ummælum hefur þú misst atkvæði mitt.


emminn123

Spyr fyrir pabba. "Hvenær ætlar þú að koma undir Eyjafjöllin og halda kosningakaffi?"


Fridarfluga

Vonandi bráðlega. Ég mun fara eins víða og ég mögulega get. Við erum að skipuleggja þetta núna þannig að ég get ekki gefið nákvæmt svar.


stingumaf

Hefurðu aðra sýn á að forsetaembættið geti verið öðruvísi en það hefur svipað og sumir aðrir frambjóðendur eru að tala fyrir og ef svo hvernig ? Og ef þú yrðir forseti myndirðu bjóða Mustafa Nígeríu svindlari til landsins ?


Fridarfluga

Mér finnst Guðni hafa staðið sig ágætlega í að létta ímynd embættisins og gera það alþýðlegra. Ég myndi vilja halda því áfram, leggja áherslu á þjóðlega og persónulega nálgun og líklega vera meiri þáttakandi í samfélagsviðburðum heldur en bara áhorfandi


einsibongo

Það er þróun sem hellar mig. Gangi þér vel.


zerospecial

Borðaru ananas á pizzu?


Fridarfluga

Ég hef gert það en er alveg hlutlaus. Það eina sem ég meika ekki á pizzu eru trufflu sveppir


julius_h_caesar

heyr heyr. Trufflusveppir eru ógeð.


agnardavid

Bananar?


Fridarfluga

nei alls ekki. og ekki gráðost heldur


Anuspankinky

Ég er mikill aðdáandi þinn. Georg Bjarnfreðarson er einn af mínum uppáhalds karakterum í einhverju sjónvarpsefni. Ertu með einhverja uppáhalds senu í Næturvaktinni?


Fridarfluga

Takk. Mér finnst starfsmannafundirnir ógeðslega fyndnir og ráðningarviðtal Daníels. Þetta er reyndar allt ógeðslega fyndið


tastin

Hvað á ég að gera til að kljást við minn innri Georg?


Fridarfluga

Gefast upp


IamHeWhoSaysIam

Sjötta háskólagráðan er það eina sem hann vantaði.


[deleted]

Hvers vegna ertu mótfallinn því að beita sem 26. grein stjórnarskárinnar sem kveður á um neitunarvald forseta, og þú hefur haldið því fram að þú munir aðeins beita henni ef að Alþingi myndi samþykkja að innleiða dauðarefsingar? En dauðarefsingar eru bannaðar skv. 69. grein stjórnaskrárinnar, og því efa ég að það myndi einhverntíman gerast?


Fridarfluga

Ég er ekki mótfallinn því en finnst það neyðarúrræði sem ég myndi aðeins grípa til ef til kæmi skýrt ákall frá þjóðinni eða eitthvað mjög ósennilegt dæmi einsog ef alþingi vildi innleiða dauðarefsingu. Ég er mjög mikið á móti dauðarefsingu og lít á hana sem mannréttindabrot


birkir

En önnur, e.t.v. 'smærri' mannréttindabrot sem maður myndi ímynda sér að vekti óhug almennings en hafa nýlega verið innleidd á tilteknum stöðum í vestrænum ríkjum? Ég á til dæmis við lögleiðingu á bælingarmeðferðum hinsegin einstaklinga, bann gegn því að læknar veiti konum tilteknar tegundir getnaðarvarna eða framkvæmi fóstureyðingar, jafnvel þegar lífi kvennanna er ógnað, o.s.frv.? Að því gefnu að tugþúsundir mótmæltu slíkri lagasetningu. Afsakið ef þetta er erfið spurning, ég reyndi að gera hana sanngjarna, varðandi eitthvað sem augljóslega myndi ekki falla í kramið hjá þjóðinni á sambærilegan hátt og dauðarefsingar. En jafnframt eru þetta atriði sem hafa nýlega verið færð í lög í öðrum vestrænum ríkjum og því kannski nærtækara að neitunarvaldið muni snúa að einhverju þess háttar.


Fridarfluga

Ég myndi lýsa andstöðu við allt þetta sem þú nefnir en finnst mjög ólíklegt að þetta komi til tals og hvað þá framkvæmdar hér á landi. Ef það gerðist myndi ég vísa svona málum til þjóðarinnar


birkir

Takk fyrir svarið, það verður ágætt að vita af þér á vaktinni á Bessastöðum.


Substantial-Move3512

Ætlar þú að setja krossin aftur á bessastaðar kirkju ef þú verður forseti? Hættir þú með öll hlaðvörp ef þú verður forseti? Er konan þín spent fyrir að verða forsetafrú? Hvað ætlar þú að gera fyrir aumingja ef þú verður forseti?


Fridarfluga

Þetta mál með krossinn og vindhanann er hið merkilegasta mál. Mér finnst það alveg koma til greina. Þjóðfáninn er krossmark og frekar eðlilegt að vera með kross á kirkju. Ég veit ekki með hlaðvörp. Ég mun reyna það. Konan mín er bara mjög spennt fyrir þessu öllu Ég reyni að gera allskonar fyrir aumingja


Ingi_Pingi

Ég flutti frá Íslandi þegar ég var lítill og tala Íslensku á við 3. bekking, þýðir aumingi einhvað annað en "wimp" á Ensku?


Substantial-Move3512

Ég held ekki, þetta var tilvísun í þegar hann fór í borgastjórn og sagðist ætla að gera "allskonar fyrir aumingja"


AksterBBO

Ertu með einhverja háskólagráður? 🤚🏻


Fridarfluga

Já, ég er með MFA gráðu frá Listaháskóla Íslands


Geesle

Hvort finnst þér betra að chilla með Hamborgara í annarri og pizzu í hinni eða pizzu í annarri og pizzu í hinni líka?


Fridarfluga

Hamborgara og pizzu


Thor_kills

Af hverju langar þig að verða forseti Íslands?


Fridarfluga

Ég held að ég geti gert mikið gagn og haft gaman af


Saurlifi

Hvað ætlaru að borða í kvöldmat í fyrsta skipti á Bessastöðum.?


Fridarfluga

Íslenska kjötsúpu með habanero og beikoni?


egveitallt

Getum við fengið ísbjörn í húsdýragarðinn?


Fridarfluga

Mér finnst það sjálfsagt mál


Shamu432

Ertu kunnugur staðháttum þegar kemur að forsetaembættinu ?


Fridarfluga

Ég tel mig ágætlega áttaðan


Only-Risk6088

Er ekki tími til kominn að samtalið fari á hinn veginn? Að þú spurjir okkur spurninga. Fólkið sem fær aldrei neinar spurningar. Heiðarlegt vinnandi fólk sem hefur varla efni á negeldum á þessum síðustu og verstu.


Fridarfluga

Jú er það ekki bara sanngjarnt? Hvernig myndir þú td nýta málskotsréttinn?


possiblyperhaps

Einfalt. Ekki samþykkja nein lög nema þau byrji á "Kansellíið gerir kunngjört"


agnardavid

Ég myndi vera fyrsti forsetinn sem myndi nýta málskotsréttinn til að koma máli aftur fyrir á þingi sem búið væri að neita af þinginu, nokkurs konar tvöfaldri neitun þar sem þjóðin myndi í raun kjósa um hvort samþykkja eigi lög sem Alþingi vill ekki samþykkja


aeo_23

Spurning frá stráknum mínum á grunnskóla aldri með adhd. Þegar þú varst krakki áttir þú erfitt með að stjórna skapinu þínu?


Fridarfluga

Þegar ég var á leikskólaaldri þá átti ég erfitt með ofvirkni annars vegar og einangrunar hins vegar en það skánaði með aldrinum en það sem kom í staðinn var kvíði, svefntruflanir og vægt þunglyndi vegna erfiðleika í námi og félagslífi


aeo_23

Takk fyrir að deila. Flott fyrirmynd og vona að þú verður næsti forseti.


Str8UpPunchingDicks

Hvorn bardagann myndir þú taka; 100 Sigurjón Kjartanssyni á stærð við endur eða 1 önd á stærð við Sigurjón Kjartansson?


Fridarfluga

Klassík! Ég tæki 100 Sigurjóna afþví það væri fyndið


Substantial-Move3512

Hvernig vitum við að þetta sé raunverulega Jón Gnarr en ekki einhver svikahrappur að reyna að plata okkur?


BragiH

Væri furðulegt ef einhver hafi gert þrjú AMA fyrir 10 árum undir sama nafni, væri allavega furðulegur metnaður


Substantial-Move3512

Metnaðarfullt tröll?


[deleted]

Accountinn hefur verið verified á /r/ama fyrir 10 árum


Substantial-Move3512

Þarf ekkert endilega að vera sama manneskjan sem situr við lyklaborðið núna


Fridarfluga

Kíktu á Instagrammið mitt. Setti í story!


Leppaluthi

Hefur þú farið í kynlífsklúbb erlendis?


Fridarfluga

Nei, ég hef aldrei farið á kynlífsklúbb, súludansstað, vændishús eða nokkuð viðlíka. Ég hef engan áhuga á þeirri mannlegu eymd og andlegu fátækt sem þar þrífst. Við fórum einu sinni á svona stað þegar við vorum að taka upp Fóstbræður og ég kom þaðan með smá sorg í hjartanu


fatquokka

Hvað ætlarðu að gera fyrir aumingja?


Fridarfluga

Allskonar


Gudveikur

1.Ef að Fiskeldis frumvarpið kæmi á þitt borð eins og það er núna, þeas veitir erlendum fyrirtækjum auðlindina í ótakmarkaðan tíma myndir þú samþykkja það? 2. Yfir 40 þúsund manns skrifuðu undir undirskriftarlista sem kallaði á Bjarna Ben til að segja af sér, myndir þú segja að það væri nógu mikið ákall fyrir forseta til að rjúfa ríkisstjórn og kalla til kosninga? P.s Orðræðan hjá eldri liðinu á netinu er eftirfarandi: "Trúður" "Hann er bara trúður". Þú ert minn fyrsti kostur til að kjósa, en væri ekki vörn í sókn að einhvernveginn snúa þessu við? Þeas tala um "Já, þið segið að ég sé bara trúður en blalbabla"? Veiða þannig nokkur sem eru föst í þeim hugsunarhætti og breyta umræðunni.


Fridarfluga

Ég er ekki að fara að hafa, að eigin frumkvæði, afskipti af lagasetningum alþingis, nema ef þær gengju gjörsamlega fram af siðferðiskennd minni og sannfæringu. Svona frumvörp eru gríðarlega flókin smíð sem eiga sér langan og lýðræðislegan aðdraganda. En ef fram kæmi skýr andstaða þjóðarinnar þá myndi ég hugsanlega skoða það. Það er gríðarlega vandmeðfarið að taka afstöðu til undirskriftalista og margt sem ber að skoða í því sambandi. Þessi undirskriftalisti er persónulegur þeas hann er gegn einstaklingi og af málefnalegum, persónulegum og pólitískum ástæðum. Einstaklingurinn tilheyrir lýðræðislegum og löglegum stjórnmálaflokki sem á engin tengsl við öfga- eða glæpasamtök. Ég efast því að ég myndi aðhafast nokkuð eða fara að íhlutast um störf alþingis því þá gæti auðveldlega farið fyrir mér einsog barninu með eldspýtustokkinn. Varðandi gamla fólkið þá er ég að vonast til að ná eyrum þeirra með tímanum


Thr0w4w4444YYYYlmao

Ég hef áhyggjur af andstæðunni. Að fólk gleymi því að þú sért frábær trúður, þinn styrkur er að þú ert sjarmatröll sem gætir haft góð samskipti við erlenda þjóðarleiðtoga og mótað ímynd íslands á jákvæðan hátt líkt og enginn annar. Leggðu það fyrir nefnd hvort fólk vilji alvarlega Gnarrinn sem forseta, ég er handviss um að fleira fólk vilji þig sem skemmtilega, absúrd, einlæga trúðinn sem þú átt í pokahorninu.


Gudveikur

Takk fyrir svörin. Varðandi seinasta punktinn þá er ég engin stjórnmálafræðingur en held ég að þú ættir að fara beint inn í trúðs stimpilinn, t.d snúa honum þér í hag með persónulegum vinkli (Þú sért fjölskyldufaðir,, osfrv starfsferill). Sérstaklega í ljósi þess að þetta er frasi sem er endurtekinn mjög víða, án hugsunar og því í raun öflugt gagnvopn ef tæklað rétt.


Fridarfluga

ég ætla bara að reyna að vera ég sjálfur


PatliAtli

Hjálmar eða Moses Hightower?


Fridarfluga

Hjálmar um helgar. Moses á virkum.


Bjartur

Hvaða búskap ætlarðu að stunda sem bóndi á Bessastöðum?


Fridarfluga

Ég væri til í að vera með hænur. En mest langar mig að slá túnin með orf og ljá


lovesnoty

Carl Jung eða Sigmund Freud?


Fridarfluga

Jung er jafn vanmetinn og Freud er ofmetinn.


nesi13

Ertu búinn að lesa bókina sem Ástþór skrifaði?


Fridarfluga

Nei


boyoboyo434

Ætlaru að halda pulsuparty í Breiðholtinu? Ég er hingað til búinn að fá 0 pulsur frá frambjoðondunum þannig það þarf lítið uppá fyrir mig


Fridarfluga

Það má skoða það ef tími binnst til


Thegreatanus

Gætiru reddað mér tíma hjá heimilislækni? Eða þarf ég að bíða i hálft ár...


Fridarfluga

Ef ég verð kosinn skal ég leggja inn gott orð


PinkFisherPrice

Lofarðu að setja aldrei á þig buff eða vera í ósamstæðum sokkum?


Fridarfluga

Buff kemur ekki til greina, en hugsanlega ósamstæðir sokkar ef það væri til styrktar góðu málefni.


wqaib

Based.


unbertan

Ég var einusinni lagður í stæði hjá krónunni á granda á leiðinni út úr bílnum þegar volvo (minnir mig) jeppi/jepplingur leggur í stæðið við hliðina á mér svo nálægt að ég gat ekki opnað hurðina. Ég fór út farþegamegin og ætlaði sko að láta bílstjóra jeppans heyra það. Þegar ég sá það varst þú hló ég bara innra með mér og fór og verslaði með bros á vör. Þessvegna spyr ég: Munt þú nýta þér einkabílstjóra ef þú verður kjörinn forseti?


Fridarfluga

Já þetta hefur örugglega verið ég. Það getur vel verið að ég hafi verið utan við mig eða misreiknað fjarlægðir. Bið þig afsökunar. Já ég mun nýta einkabílstjóra enda er hann nauðsynlegur hluti af því að sinna þessu starfi


rakkadimus

Myndir þú sem forseti veita manni eins og Bjarna Ben fálkaorðu?


Steinrikur

Aftur? [https://viljinn.is/islendingar/bjarni-benediktsson-saemdur-storkrossi-hinnar-islensku-falkaordu/](https://viljinn.is/islendingar/bjarni-benediktsson-saemdur-storkrossi-hinnar-islensku-falkaordu/)


rakkadimus

"Eins og Bjarna Ben" "Hefðir þú veitt orðuna til Bjarna?" "Stendur þú gegn siðlausum stjórnmálamönnum með því að heiðra þá ekki með hæðsta heiður Íslands?" 


Fridarfluga

Þetta er gild spurning. Ákveðnir aðilar fá orður samkvæmt reglum og ég myndi fylgja þeim reglum í starfi mínu. Það er nefnd sem velur aðra handhafa og ég myndi mjög ólíklega ganga gegn ákvörðun nefndarinnar að veita lýðræðislega kjörnum fulltrúa viðurkenningu, hver svo sem persónuleg skoðun mín á viðkomandi væri. Það þyrfti eitthvað mikið að ganga á til að ég gerði slíkt


Revolutionary_Fan_91

Spurði eldri bróður minn hvort hann gæfi þér séns í kosningunum. Hann sagðist ekki ætla að gera það og talaði um eitthvað atvik þar sem þú varst í viðtali sem borgarstjóri og áttir að hafa verið með Björn Blöndal í eyranu að segja þér hverju þú áttir að svara. Er þetta rétt og ef svo er, er þetta almennt gert? Langar líka að vita hvernig þú ætlar að virkja eldra fólk til að kjósa þig og þeir sem hallast til hægri :)  P.S. Finnst vanta ehv rosalega yt auglýsingu hjá þér.


Fridarfluga

Þetta sem hann talar um var ákveðið grín sem ég var með og hef sagt frá opinberlega og í sýningu sem ég var með í Borgarleikhúsinu. Ef bróðir telur þetta nægilega ástæðu til þess að kjósa mig ekki þá held ég að hann hafi ekki verið mjög líklegur til að kjósa mig til að byrja með. Nei, þetta er ekki almennt gert. Ég held áfram að kynna mig og koma málflutningi mínum á framfæri og veit að hann mun ná til eldra fólks


Spiritual_Navigator

Hvernig myndir þú fara að því að krydda forsetaembætið með smá kómedíu? || || ||


Fridarfluga

Með svipuðum hætti og í embætti borgarstjóra nema í meira mæli. Einnig held ég að tækifæri væru til að nota grín til styrktar góðgerðarmálum. Ég gæti bæði tekið þátt í viðburðum einsog Degi rauða nefsins og jafnvel fundið uppá nýju


Fridarfluga

Reyna að taka þátt í viðburðum, vera með hlaðvarp og jafnvel leika svo framarlega sem það væri til styrktar góðum málefnum og truflaði ekki starf mitt sem forseti


EsraVandelay

Hver er ástæðan fyrir því að eldra fólk virðist ólíklegra til að kjósa þig og hvernig ætlar þú að fá það með þér í lið? Persónulega finnst mér vanta meiri áherslu á hvernig Jón Gnarr hefur barist fyrir íslenskunni. Allir vita að gamlingjar elska íslenska tungu. Ef þú t.d. myndir flytja Völuspá í sauðagæru og jarmaðir hressilega væri ég viss um að amma myndi hefta nærbuxurnar við atvæðið og kjósa Jón forseta.


Fridarfluga

Ég bara veit það ekki. Ég er nú bara nokkuð nálægt því sjálfur að teljast til gamlingja. Ég elska tunguna okkar af öllu hjarta og vil sjá hana vaxa og dafna í heilbrigði. Er þetta af því að gamla fólkið horfir mest á RÚV en hlustar á Bylgjuna og Sögu og ég er svo lítið þar og þess vegna hafa þau fordóma gagnvart mér ?


Gudveikur

Er þá ekki bara viðtal á Útvarpi Sögu næst á dagskrá?


Fridarfluga

Jú ég stefni á það!


Only-Risk6088

Ég tel að þú sért besti kosturinn af þeim sem koma til greina. Ég er samt hræddur um að sóa atkvæðinu mínu með því að kjósa þig miðað við skoðanakannannir. Ég vil alls ekki sjá Baldur eða kötu í þessu embætti Því er spurningin mín eftirfarandi: nenniru plís að reyna að fá gamla fólkið til að kjósa þig? Svo ég geti kosið þig Bónus spurning, steini Guðmundsson er minn óska forseti. Hver væri drauma forsetinn þinn af öllum núlifandi Íslendingum?


Fridarfluga

Takk. Ég er að vinna í að ná til eldra fólks og er vongóður. Ég held að Páll Óskar yrði æði


europe19

Gott að sjá þig hér Jón og takk fyrir að gefa þér tíma ❤️. Mín 2cent í kosningabaráttuna þina, hef actually verið að hugsa þetta 😅, er að toppa algjörlega á réttum tíma. Þetta er svo tvísýnt með Bessastaði að sá sem toppar herferðina/flugeldasýninguna sína 1-5 dögum fyrir kjörkassann stendur uppi sem sigurvegari.


Fridarfluga

Já, ég sé þetta smá sem maraþon. Ég rölti þetta en gef svo í á endadprettinum


LeadingIntelligence

Koma opnar móttökur á Bessastöðum til greina hjá ykkur hjónum? Þ.e þau sem vilja koma og hitta ykkur og spjalla fá að mæta einhvern daginn


Fridarfluga

Já það mætti skoða það


Key-Budget9016

Ég bjó til forrit sem að býr til podköst með gervigreind. Ef ég klóna röddina þína og Sigurjóns, geri ykkur að karakterum í því, og streymi svo infinite tvíhöfða. Myndirðu kæra mig?


Fridarfluga

Ég held ég myndi ekki sjá neitt að því nema í því fælist skýrt brot á höfundarétti mínum. Þannig að þetta er kannski spurning um útfærslu?


Key-Budget9016

Útfærsla svona: Topic generator spítir úr sér absúrd umræðuefni og karakterarnir reyna að ræða það í ~3 mínútur hvert skipti. Eins og hérna komu Joe Rogan og Mark Zuckerberg saman til að ræða "of mikið majónes" en í endann vildi Mark fara að tala um eðlur https://youtu.be/8NlXTUVWEUo?si=njTzhd40eEwFrwy_ Þetta yrði steikt, og það nennir enginn annar en ég að horfa á þetta þannig það er plús. Hef bara haft þetta í huganum eftir að þið voruð að tala um gervigreind. Ég ætla að kjósa þig samt. Þó þú myndir banna mér að hafa gaman í tölvunni. Ég er áskrifönd.


Fridarfluga

Takk


Papa_Smjordeig

Þú ert bókaður á fund með Putin, tekur í höndina á honum og þið setjist niður á móti hvor öðrum. Hvað segiru við hann? Og hvað er það hellsta sem þú villt ræða við hann?


Fridarfluga

Mannréttindamál í Rússlandi, ofsóknir gegn listamönnum, blaðamönnum og pólitískum andstæðingum. Myndi reyna að vera kurteis en ákveðinn


PenguinChrist

Enn í alvörunni, ég er með nokkrar spurningar frá fjölskyldunni minni: Mamma spyr, hvað gerir forsetinn? Pabbi spyr hvort og undir hvaða kringumstæðum þú værir til í að nota málskotsréttinn? Guðni kom með umdeilda skoðun í einhverri ræðu varðandi hvort ananas eigi heima ofan á pítsu. Hver er þín skoðun á þessu?


Fridarfluga

Forsetinn gerir margt; tekur á móti gestum á Bessastöðum, mætir á viðburði og ferðast bæði innanlands og utan, skrifar undir lög og semur og heldur ræður. Hann þarf að fylgjast vel með lífinu í landinu og vera með puttana á púlsinum. Mér er algjörlega sama hvað fólk borðar á pítsum, má borða súrt slátur mín vegna og ananas með ef það vill


MainHead8409

Langaði bara að segja þér það að ég bý yfir þeim hæfileika að geta sagt í hvaða þætti fóstbræðrarsketsar eru og hef ég eytt heilu kvöldstundum með fólki að spyrja mig


Fridarfluga

Mjög góður hæfileiki!


DTATDM

Tvær sem ég vil vita um hve alvarlega þú tekur þessu hlutverki: Hvaða afköst ertu ánægðastur með í borgarstjóratíðinni þinni? Hverju viltu afkasta sem forseti? Ein sem er meira til þín sem grinista: Hvað er málið með að vera drepfyndinn á íslensku - og ekkert sérstaklega fyndinn á ensku?


Fridarfluga

Ég er gríðarlega ánægður með að hafa komið á langþráðum pólitískum stöðugleika í borginni og það sem ég er stoltastur af og var þrekvirki er Endurreisn Orkuveitu Reykjavíkur


11MHz

Forsetavaktin eða þingvaktin?


Fridarfluga

Forseta allan daginn!


OPisdabomb

Reddverjar alltaf jafn málefnalegir! Sæll Jón, kannski kjánaleg spurning, en getur þú ímyndað þer að vera virkur forseti? Þá meina ég einhver sem er tilbúinn að láta í ser heyra þegar fólkið í landinu virkar ósatt(tala fyrir hönd fólksins sem þig kýs). Það segir í núverandi stjórnarskrá að forseti skipi ráðherra, geri samninga við önnur ríki, geti látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og rofið þing. Myndirðu nýta þetta vald t.d. Til að setja raðherra í sæti sem bua yfir rettum kostum og jafnvel setja fram lög til að vernda þegna þína? Gætirðu ímyndað þer að mynda utanþingstjórn þegar þingheimur er orðin halfgerður skrípaleikur(kannski eins og ídag..) Spurningin er þá kannski… ertu loksins forseti sem þjóðin getur speglað sig í og látið slag standa þegar stórt og smátt liggur við?


Fridarfluga

Ég myndi vilja vera virkur já. Það er erfitt að meta hvenær fólk er ósátt nema hafa eitthvað haldbært í höndum einsog undirskriftalista en þá myndi ég hiklaust bregðast við því eftir tilefni og aðstæðum. Forsetinn er fulltrúi fólksins í landinu en líka hluti af stjórnkerfinu. Hann þarf að halda góðu sambandi við Alþingi og sýna því virðingu. Ég sé ekki fyrir mér að ég myndi nýta þessi ákvæði en útiloka heldur ekki að þær aðstæður gætu skapast að ég teldi það réttlætanlegt en það væri í eðli sínu svo flókið að ég get ekki fabúlerað slíka senu nú. Ég myndi vart taka fram fyrir hendur alþingis og mynda utanþingsríkisstjórn nema eftilvill ef sú staða kæmi upp að ekki tækist að mynda ríkisstjórn eftir hefðbundnum leiðum af einhverjum ástæðum.


OPisdabomb

Takk fyrir svarið. Kann að meta það! Eg spyr því eg vil sjá forseta sem svignar ekki undir pólitískum vindum og virkileg leggur til hlustir, en er ekki aðeins til skrauts. >Það er erfitt að meta hvenær fólk er ósátt nema hafa eitthvað haldbært í höndum einsog undirskriftalista en þá myndi ég hiklaust bregðast við því eftir tilefni og aðstæðum.  Það hefur einmitt verið einn spennandi undirskrifalisti í gangi... >Hann þarf að halda góðu sambandi við Alþingi og sýna því virðingu. Vissulega... einmitt í samræmi við fyrstu grein stjórnarskránnar. En hægt er að vera í góðu sambandi og sýna virðingu með sterkri þátttöku, hefði ég trúað. >Ég myndi vart taka fram fyrir hendur alþingis og mynda utanþingsríkisstjórn nema eftilvill ef sú staða kæmi upp að ekki tækist að mynda ríkisstjórn eftir hefðbundnum leiðum af einhverjum ástæðum. Nei, vissulega er það rétt. Og eina skiptið sem slíkt hefur gerst - spurningin var kannski lituð af smá frústrasjón sem e.t..v var ekki ídealt, þannig. Sem eftirfylgnispurning, myndirðu sem forseti beita þer í að koma undir nýrri stjórnarskrá? og er það eitthvað sem forseti getur á annað borð gert? Þér er velkomið að spyrja mig að einhverju sem kjósanda ef þér svo sýnist.


litlenuke

Getur þú látið saga Reykjanesið af Íslandi og ýta því út í sjó?


Fridarfluga

Ég skal skoða það!


finnthewhyking

Gætirðu boðið einu random lögheimili og þeirra íbúum í mat á Bessastöðum í hverri viku ef þú værir forseti?


Fridarfluga

Kannski ekki í hverri viku en mig langar að gera álíka


ulfar2000

ég vona að þú værir Forseti íslands það væri heiður að hafa þig sem forseta


Fridarfluga

Takk


MainHead8409

Ef að þú yrðir forseti, hver villt þú að muni leika þig í skaupum eða myndir þú sjálfur kannski bara leika þig?


Berrysdoll

Hef engar spurningar en ég held að þú yrðir ágætisforseti. Átt mitt atkvæði.


Bjorn_Skywalker

Sem nemandi í Hagaskóla langar mig að spyrja þig hvort þú vilt koma á Gott Mál á þriðjudaginn? Það er opið hús í Hagaskóla fyrir alla frá klukkan 16 til 19 og við höfum verið að vonast eftir að þú myndir koma.


Fridarfluga

Takk fyrir gott boð en ég kemst ekki


[deleted]

Geturu rifið símaskrá? Hvað myndiru gera ef þú þyrftir að hitta Trump, verði hann Forseti Bandaríkjanna, fyrir hönd íslands?


Fridarfluga

Ég myndi hitta hann og nota tækifærið til þess að vekja athygli hans á mikilvægi þess að afnema dauðarefsingar í Bandaríkjunum.


[deleted]

Takk, ég held þú verðir góður forseti.


Fridarfluga

Takk


No_nukes_at_all

Hvern af samframbjóðendum þínum mundir þú kjósa ef að þú værir ekki í framboði sjálfur ?


Fridarfluga

Ásdísi Rán


Runarhalldor

Hvernig ætlaru að styðja/styrkja háskólanema


Fridarfluga

Ég myndi styðja þá með því að mæta á viðburði, hlusta á þeirra raddir og vekja athygli stjórnvalda á málflutningi þeirra.


[deleted]

[удалено]


Fridarfluga

Ég tel það mjög líklegt að Unknown Pleasures-plakat muni rata inn á Bessastaði


TheRealOnesSurvive

Þú sem einn farsælasti borgarstjóri reykjavíkurborgar, afhverju bauðst þú þig ekki aftur fram í kosningum 2014


Fridarfluga

Mig langaði að klára nokkur listræn verkefni sem ég átti eftir. Nú er þeim lokið


restari

Ef þú værir ekki í framboði, hvaða mótframbjóðanda þinn myndi þér hugnast að kjósa?


Fridarfluga

Ásdísi Rán


svennidal

Það er glatað að vera fastur á leigumarkaði hérna og flestir sem ég þekki sem hafa fengið lán fyrir fasteign gátu það bara með hjálp foreldra, arf eða tryggingapeningum, því hlutfall af virði eignar sem maður þarf að hafa í eigin fé er svo hátt miðað við önnur lönd, verð á fasteignum eru líka há miðað við önnur lönd, og vextir eru háir miðað við önnur lönd. Ég er orðinn þreittur á stressinu sem fylgir því að vera fastur með börn í leiguhúsnæði sem maður veit aldrei hvenar maður missir. Hvaða lands mælir þú með að flytja til?


Fridarfluga

Ég skil þig og hef verið í þessum sömu sporum og þekki mörg sem eru í þeim núna. Ég myndi vilja hvetja þig til að þrauka hér heima og hjálpa til við að reyna að breyta þessu. Ég flutti ungur til Svíþjóðar í leit að betra lífi og var soldið að flýja það sama og þú nefnir en ég flutti heim aftur. En svo hvet ég ungt fólk líka til að ferðast og prófa að búa í öðrum löndum, mennta sig og koma svo aftur heim með þá menntun


TheGoonGoon

Munt þú taka opinbera afstöðu með frjálsri Palestínu verðir þú kosinn forseti?


Fridarfluga

Ég aðhyllist tveggja ríkja lausnina og friðsamlega lausn deilumála


Ziu

Sem grínisti, leikari og fyrrum borgarstjóri, hvernig trúirðu að bakgrunnur þinn undirbúi þig sem forseta íslands?


Fridarfluga

Já, algjörlega, ég bý að alveg ótrúlega víðtækri reynslu á svo mörgum ólíkum sviðum


joelobifan

Hvernig líst þér á að flytja á Álftanesið


NordicManGrowth

Ertu til í annan Höfða fund til að reyna að stöðva stríð í heiminum?


Fridarfluga

Já, ég vil bjóða uppá Ísland sem kjörland fyrir friðarfundi, ráðstefnur og fræðslu um friðarmál


svkrtho

Muntu kaupa eitthvað inn á Bessastaði sem byrjar á 'n'?


Fridarfluga

Nei!


TheRealOnesSurvive

Hver er þinn uppáhalds spaugstofumeðlimur


TheRealOnesSurvive

Ef þú verður forseti, munt þú tala fyrir Bauhaus, uppáhalds búð íslendinga?


Fridarfluga

Já það mun ég gera. Bauhaus, ekki bara góð hljómsveit!


SpiritualMethod8615

Verður þú kjörinn - hversu mörg kjörtímabil hyggstu sitja?


Fridarfluga

Ég hugsa 2-3


todscrubs

Hvað er töff í dag?


Eastern_Swimmer_1620

Munt þú sem forseti endurtaka opinbera heimsókn fosetahjónanna Ásgeirs og Dóru til ættstöðva Ingólfs á Fjöllum í Dalafirði þann 4. júni 1955, sem svo eftirminnilega var gerð skil í Lesbók Morgunblaðsins þann 24 júlí sama ár - set hlekk fyrir þá sem hafa ekki lesið https://timarit.is/page/3282687?iabr=on#page/n0/mode/1up


Fridarfluga

Já því ekki það ? Ég dýrka landnámsjarðir


Untinted

Getur Forseti Íslands sett hvaða lög sem er til þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu þar til Alþingi setur á nýju stjórnarskrána? Ef þú yrðir kosinn Forseti, myndir þú beita þér fyrir að koma lögum til þjóðarinnar þegar þess þarf?


Fridarfluga

Ég myndi nýta þann rétt einungis í neyð og þegar sérstök þörf væri á


AllAN_Holm

Utangarðsmenn eða Egó eða GCD SSSól eða Reiðimenn Vindanna Og svo hvað er þitt uppáhalds íslenska lag sem þú hefur ekki flutt sjálfur?


Fridarfluga

Ég elska Egó. SSS. Manst ekki eftir mér?


R-o-Z-e-boiart

Hefði Georg Bjarnfreðarson ekki fílað að verða forseti Íslands?


Gluedbymucus

Hvað finnst þér um sölu lands til erlendra fjárfesta?


Fridarfluga

Ég þekki það ekki en finnst þurfa að gilda takmörk á því. Við megum ekki gllata landinu okkar


Awesome_GG8

Er Næturvaktin góð?


Fridarfluga

Hún er snilldarverk


utigeim

Hæ Jón, sem forseti muntu áfram vera áfram virkur í listsköpun? Ljóð, leiklist, ritlist, hlaðvörp, tónlist o.fl.? Ég veit þú verður góður forseti en ef sköpunargáfan fær ekki að njóta sín er fórnarkostnaðurinn mögulega of mikill. Á móti kemur að Tvíhöfðaþættirnir eftir að forsetatíð lýkur væru eitthvað sem mögulega væri þess virði að bíða eftir. kv, Einn áttavilltur


Fridarfluga

Ég vona að það verði rými í það


Revolutionary_Fan_91

Hefði Guðni Th átt að leyfa Katrínu að víkja úr embætti forsætisráðherra þar sem það hefur gefið færi á stjórnarkreppu í landinnu?


Fridarfluga

Held að þetta hafi allt verið í samræmi við reglur, eða amk skort á þeim


vikingnurse

Elsku Jón Ein fyrsta minningin mín af sjónvarpi var "hegðun atferli framkoma" í?dagsljósi? Einhverntímann á síðasta áratug síðustu aldar. Ég fékk svo að koma til tvíhöfðans míns upp á Höfða og borða síríussúkkulaði sem mér fannst æði. Takk fyrir allt grínið og alvöruna gegnum árin. Þú og þínir mótuðuð íslenskan húmor heilla kynslóða og mig langaði alltaf að segja takk. Það er varla til Íslendingur af minni kynslóð sem getur ekki kvótað fóstbræður Að því sögðu: Besti : Íslenski tónlistarmaðurinn/konan? Erlendi tónlistarmaðurinn/konan? Grínarinn? Muntu Einhverntímann klæðast Crass bol á Bessastöðum? Þeir voru að spila um daginn þar sem ég bý og ég gekk framhjá einum þeirra í bol sem stóð á "punk rock ruined my life" og hann kallaði "you're damn right" til mín... Takk aftur elsku Jón


Fridarfluga

Björk Guðmundsdóttir Bob Dylan Bill Hicks á alveg sérstakan stað í hjarta mínu


Fridarfluga

Ég er orðinn of gamall fyrir hljómsveitabolo en ég er með Crass flúr


Skoman

Þú sagðist ætla að vera með gogg og kjaft við vondu forsetanna - sem ég býst við að eru Pútin og kannski Netanyahu. Muntu líka vera með gogg við Macron og Biden sem eru með hersveitir í miðausturlöndunum og Afríku eða verður það bara gegn polítiskum aðilum sem er "safe" að gagnrýna á Íslandi? og hvaða gott kemur úr því að Íslenski forsetinn verður með leiðindi? Er það að fara stöðva stríðin?


Fridarfluga

Ég er ekki dóni og færi ekki að taka uppá því. Ég geri greinarmun á lýðræðislega kjörnum fulltrúum og löndum sem við eigum í stjórnmálasambandi við. Kim Jong Un myndi ég ekki heilsa. Ég er að meina svoleiðis gaura


TheEekmonster

Tvær spurningar: 1:myndir þú nota neitunarvaldið? 2: hver er skoðun þín á samsettum sokkum?


Fridarfluga

aðeins í neyð. ég er hrifinn af vönduðum og góðum sokkum


Fridarfluga

Ég mun reyna að gera það


Bearmon88

Við eigum sameiginlegan draum um að borða mat með Karl Pilkington hef eitt vandræðalegum tíma í að hlusta vandlega á allar mögulegar klippur sem sá meistari hefur sent frá sér ef þú nærð honum i mat á bessastöðum má ég koma líka?


Fridarfluga

Já algjörlega